Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn okkar
Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Íslands og eitt af krúnudjásnum landsins. Náttúra þjóðgarðsins þykir svo merkileg fyrir allan heiminn að hann er skráður á sérstakri heimsminjaskrá UNESCOHeimsminjaskrá UNESCO er alþjóðleg skrá stofnunar sem heitir UNESCO yfir sérstaka staði alls staðar í heiminum sem þarf að vernda vegna merkilegrar náttúru eða menningar, t.d. náttúruverndarsvæði, fornminjar eða byggingar.. Það þýðir að hann er ekki aðeins mikilvægur fyrir okkur Íslendinga heldur er hann eins konar sameign alls mannkyns og við sem búum á Íslandi berum sérstaka ábyrgð á að vernda og hugsa um náttúru hans.
Í Vatnajökulsþjóðgarði eru alls konar fyrirbrigði sem gera hann merkilegan – fallegt landslag, merk náttúra, fjölbreytt lífríki og alls konar forn ummerki um íbúa Íslands sem bjuggu þar sem þjóðgarðurinn er núna eða ferðuðust um landsvæði hans og sögðu sögur af landinu. Þjóðgarðurinn sjálfur var búinn til í kringum allt þetta, landslagið, náttúruna og fornminjarnar, en tilgangur hans er ekki bara að vernda heldur líka að veita ferðafólki tækifæri til að njóta ósnortinnar og sérstakrar náttúru, upplifa kyrrð og finna hvað náttúran og saga hennar getur fært okkur mikla gleði og ánægju.
