Landverðir
Landverðir


Í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum starfa landverðir. Starf landvarða getur verið mjög fjölbreytt en meginhlutverk þeirra er að passa upp á að farið sé eftir náttúruverndarlögumNáttúruverndarlög eru lög sem sett hafa verið á Alþingi Íslendinga um vernd náttúrunnar.. Það gera landverðir til dæmis með því að ræða við gesti, kynna þeim umgengnisreglur um þjóðgarðinn, segja frá veðurspánni og veita fræðslu um einstaka náttúru svæðisins.
Landverðir bjóða gestum oft í fræðandi gönguferðir um einstök svæði þjóðgarðsins. Þá segja þau frá áhugaverðri jarðfræði og náttúruöflunum sem mótuðu landið, lífverunum sem búa í þjóðgarðinum og segja alls konar sögur sem tengjast landinu. Það geta til dæmis verið sögur sem tengjast lífinu á árum áður, þjóðsögur eða sögur af útilegufólkinu Fjalla-Eyvindi og HölluFjalla-Eyvindur og Halla voru útilegumenn á 18. öld sem voru sökuð um þjófnað en flúðu undan yfirvöldum og bjuggu víða um land í útlegð, meðal annars á Hveravöllum, í Þjórsárverum og í Drangavík á Ströndum..
Eitt mikilvægasta hlutverk landvarða er að hafa umsjón með náttúru þjóðgarðsins. Landverðir þurfa meðal annars að týna rusl, sjá til þess að göngustígar, merkingar og skilti séu í lagi og að laga skemmdir eftir utanvegaaksturUtanvegaakstur er þegar fólk ekur bíl eða öðrum faratækjum út fyrir veginn.. Á sumum stöðum sjá landverðir líka um að þrífa kamra og klósett, hugsa um tjaldsvæði og vinna með sjálfboðaliðum við stígagerð og fleira.
Landverðir fylgjast einnig með breytingum sem verða í náttúrunni, bæði náttúrulegum og þeim sem verða af völdum manna. Í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum vinnur vísindafólk oft að ýmsum vísindarannsóknum. Rannsóknirnar geta til dæmis tengst lífríkinu, eldvirkni, jöklum eða jafnvel geimferðum! Landvörðum finnst áhugavert að fylgjast með rannsóknunum og fá stundum að aðstoða vísindafólkið við þær.





Fæðuvefur í stöðuvatni