Ógnir við líffræðilega fjölbreytni

Ógnir við líffræðilega fjölbreytni

Líffræðileg fjölbreytni hefur minnkað hratt síðustu hundrað árin um allan heim. Margt ógnar líffræðilegri fjölbreytni svo sem eyðilegging búsvæða, mengun, ágengar tegundirTegund sem hefur verið flutt eða komið sér fyrir í nýjum vistkerfum getur myndað ójafnvægi á svæðinu, þannig að viðkvæmari tegundir gefa eftir og jafnvel hverfa af svæðinu., ofnýting náttúru og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar.

Vegna þessara ógna hafa margar tegundir lífvera dáið út á síðustu áratugum og með því hefur heildarfjöldi tegunda lífvera á Jörðinni dregist óvenju hratt saman. Síðustu ár hefur tap líffræðilegrar fjölbreytni raunar gengið svo langt að farið er að tala um útdauðahrinu, þar sem gríðarlega margar tegundir deyja út og hverfa nánast á einu andartaki. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum áður í jarðsögunni, síðast þegar risaeðlurnar dóu út af völdum loftsteinaáreksturs fyrir um 66 milljónum ára. Núna er útdauðahrinan hins vegar afleiðing af athöfnum mannkyns.