Sjófuglar

Sjófuglar

Sjófuglar eru þeir fuglar sem lifa við sjóinn og nýta sér hafið. Fæða þeirra er að mestu leyti úr hafinu og þeir verpa gjarnan við ströndina. Við Ísland má finna um 30 tegundir sjófugla og eru 10 þeirra flokkaðir til ábyrgðartegunda Íslands. Það þýðir að stór hluti tegundarinnar reiðir sig sérstaklega á Ísland til að lifa af. Þessar 10 tegundir eru fýll, rita, langvía, stuttnefja, álka, lundi, sjósvala, æður, skúmur og kría. Það að þessar tegundir eru ábyrgðartegundir þýðir að við Íslendingar berum ábyrgð á að þessar tegundir dafni vel og deyi ekki út og því er afar mikilvægt að við pössum vel upp á þær og heimkynni þeirra.