Svæði sjávar
Svæði sjávar


Hafið skiptist í nokkur svæði sem öll hafa sín sérkenni. Efst er fjaran þar sem land og haf mætast. Neðan fjörunnar er grunnsævið, sem liggur ofan við landgrunnið. Utan landgrunnsins tekur úthafið við þar sem dýpið er miklu meira. Efstu 200 metrarnir af úthafinu eru kallaðir uppsjór. Þar fyrir neðan tekur við miðsjór niður á um 1000 metra dýpi. Enn neðar er svo djúpsjórinn. Sólarljós nær ekki niður í miðsjóinn og djúpsjóinn og þar er því alltaf niðamyrkur og kalt.

Svæði sjávar.
Uppsjór
Utan við landgrunninu úthafið við. Úthafið skiptist í uppsjó, miðsjó og djúpsjó eftir dýpi. Uppsjórinn er frá 0 metrum (sjávarborði) og niður á 200 metra dýpi. Í uppsjónum búa örsmáar lífverur sem svífa stjórnlaust um í sjónum, bæði þörungasvif og dýrasvif. Þörungasvifið eru litlir einfrumungar sem ljóstillífaÞegar sólarorku ásamt vatni og koltvísýringi (CO2) er breytt í næringu fyrir lífverur. Plöntur, þörungar og sumar bakteríur geta gert þetta og búið þannig til matinn sinn sjálfar. og búa þannig til sína fæðu sjálfir, eins og plöntur á landi. Ljóstillífunin í uppsjónum er möguleg vegna þess að geislar sólar ná niður á um 200 metra dýpi í hafinu. Dýrasvifið er alls konar örsmá dýr, til dæmis lítil krabbadýr, vængjasniglar, frumdýr, fisklirfur, pílormar og lirfur botndýra. Dýrin í dýrasvifinu borða bæði þörungasvifið og hvert annað. Þannig er uppsjórinn uppspretta mikils magns fæðu fyrir stærri dýr sem lifa á þessu agnarsmáa svifi.
Miðsjór
Miðsjór er sá hluti hafsins sem er á 200–1000 metra dýpi. Neðan 200 metra er ljós sólar frá sjávaryfirborði orðið mjög lítið þannig að þær lífverur sem hér finnast eru gjarnan rauðar eða svartar á lit svo þær sjáist síður. Eins eru þær oft með stór augu sem hjálpa þeim að koma auga á bráð. Vegna þess að birtan er lítil er ljóstillífun af mjög skornum skammti í miðsjónum. Dæmi um fiska sem eru algengir hér eru karfi og laxsíld.
Djúpsjór
Djúphafið er sá hluti hafsins sem er neðan 1000 metra dýpis. Þar er niðamyrkur, sjórinn kaldur og þrýstingurinn gífurlegur. Lítið er um fæðu og önnur aðföng og þurfa lífverurnar í djúpsjónum að vera sérstaklega útsjónasamar í fæðuöflun. Þær eru því oft vel vopnum búnar, með beittar og langar tennur og flestir djúpsjávarfiskar hafa á sér sérstök ljósfæri til að lokka að bráð. Ljósið sem fiskarnir gefa frá sér mynda þeir með svokallaðri lífljómunLjós sem lífverur mynda sjálfar. og búa lífverurnar það til með aðstoð baktería sem búa í ljósfærunum. Reyndar er það svo að margar lífverur í djúpsjónum nota ljósið ekki bara til að veiða heldur einnig til að finna maka og hafa samskipti sín á milli. Lífljómun er nokkuð algeng meðal lífvera í hafinu og einskorðast alls ekki við djúphafið. Ef til vill kannast sumir við sérstakt fyrirbæri á haffletinum, svokallað maurildi, sem sést stundum í myrkri í kjölfar báta en það er lífljómun sem skoruþörungar búa til.




Hafið skiptist í nokkur svæði sem öll hafa sín sérkenni.
Skipting vatns á Jörðinni.
Fæðuvefur í stöðuvatni