Jöklar
Jöklar


Jöklar Jarðar geyma stærstan forða heims af ferskvatni. Langstærstu jöklarnir eru jökullinn á Suðurskautslandinu og Grænlandsjökull. Jöklarnir á Íslandi eru ekki nema örlítið brot af þeim tveimur en eru þó með mestu jöklum Evrópu. Þeir þekja alls um 11% af flatarmáli landsins. Þeir fimm stærstu í stærðarröð eru Vatnajökull, Langjökull, Hofsjökull, Mýrdalsjökull og Drangajökull. Jöklarnir eru uppspretta um þriðjungs þess vatns sem fellur til sjávar á Íslandi en þeir hafa minnkað hratt síðustu ár vegna loftslagsbreytinga. Ef fram heldur sem horfir verða þeir að miklu leyti horfnir innan nokkurra áratuga og alda.





Fæðuvefur í stöðuvatni