Ofnýting

Ofnýting

Þorskur í þaraskógi. Mynd: Erlendur Bogason

Ofnýting  hefur slæmar afleiðingar fyrir líffræðilega fjölbreytni en ofnýting þýðir að við nýtum eða veiðum meira af ákveðinni tegund en hún þolir. Við veiðar þarf alltaf að passa að tegundin nái að fjölga sér og nýir einstaklingar nái að verða til svo að hún hrynji ekki eða eyðist.  

Í verstu dæmunum um ofnýtingu þá hafa veiðar valdið því að tegundir deyja út. Eitt frægasta dæmið um það er geirfuglinn sem lifði áður við strendur Íslands og annarra landa við Atlantshafið en honum var útrýmt á 19. öld. Síðustu fuglarnir í heiminum voru drepnir hér við Ísland 3. júní 1844.

Geirfuglinn. Mynd: Erling Ólafsson

Geirfuglinn. Mynd: Erling Ólafsson

Fæðuvefur í stöðuvatni