Ábyrgðartegundir

Ábyrgðartegundir

Kría með unga. Mynd: Helgi Guðmundsson

Ábyrgðategund er fuglategund þar sem stór hluti Evrópustofns og jafnvel heimsstofns reiðir sig á Ísland fyrir varpstöðvar eða fæðustöðvar í millilendingu fyrir farflug. Afar mikilvægt er að vernda búsvæði og aðstæður þessara fuglategunda, bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Ef búsvæðum þeirra er eytt hér á Íslandi eru miklar líkur á að tegundirnar nái ekki að dafna og geti jafnvel í kjölfarið dáið út.

Af þeim 30 tegundum sjófugla sem finnast við Ísland eru 10 þeirra flokkaðar til ábyrgðartegunda Íslands. Þessar 10 tegundir eru fýll, rita, langvía, stuttnefja, álka, lundi, sjósvala, æður, skúmur og kría. Margar tegundir íslenskra vaðfugla eru á þessum lista, svo sem heiðlóa, spói, sandlóa, jaðrakan, stelkur og sendlingur. Aðrar fuglategundir sem eru á lista sem ábyrgðartegundir Íslands eru til dæmis heiðagæs, straumönd, húsönd, himbrimi og fálki.

Við Íslendingar berum grundvallarábyrgð á að þessar tegundir deyi ekki út og því er mjög mikilvægt að við pössum upp á þær og búsvæði þeirra.