Kísilþörungar
Kísilþörungar


Kísilþörungar eru litlir einfrumu þörungar sem eru umluktir tveimur kísilskeljum. Kísilþörungar fjölga sér þannig að skeljarnar sem umlykja þá losna í sundur og verða að tveimur nýjum þörungum þegar nýjar skeljar vaxa á móti þeim gömlu. Kísilþörungar ljóstillífaFerli sem plöntur nota til að búa til fæðu með hjálp frá sólarljósi, vatni og koltvísýringi. eins og allar plöntur og eru háðir því að sólarljós berist til þeirra svo þeir geti framleitt næringu. Kísilþörungar lifa bæði í sjó og ferskvatni, þó ekki sömu tegundirnar. Þá má meira að segja finna í jökulám, þar sem þeir sjást stundum sem brúnleit slikja á steinum á botni. Flestir kísilþörungar í jökulám festa sig við undirlag, en sumir hreyfa sig úr stað með því að mjaka sér áfram á slími sem þeir framleiða. Aðrir búa útí vatnsbolnum þar sem þeir fljóta um úti í miðju vatninu.
Kísilþörungar og aðrir þörungar eru undirstaðan í fæðuvefnum þar sem þá er að finna. Ýmis smádýr nærast á þeim svo sem sniglar og rykmýslirfur, árfætlur og vatnaflær. Tómar kísilskeljar falla til botns þegar þörungurinn deyr og með tímanum myndast þykkt set eða kísilgúr. Hann finnst víða í vötnum hér á landi, t.d. í Mývatni.







Fæðuvefur í stöðuvatni