Urriði

Urriði

Urriði í Þingvallavatni. Mynd: Helgi Guðmundsson

Urriði er laxfiskur, ein af fimm tegundum ferskvatnsfiskaFiskar sem lifa í ám og vötnum. á Íslandi. Urriði er mjög algengur í lindám og dragám um allt land. Hann getur verið staðbundinn þar sem hann lifir alla ævi sína í einu stöðuvatni eða á. Urriði getur hins vegar líka farið upp og niður ár milli sjávar og stöðuvatna og dvalið þannig hluta ævinnar í sjó. Þá kallast hann sjóbirtingur.

Urriði hrygnir eingöngu í straumvatni en ekki í stöðuvötnum og þarf því alltaf að leita í ár eða læki til að hrygna. Þegar seiðin eru tveggja til þriggja ára gömul ganga þau í stöðuvötn eða sjó þar sem þau dvelja þar til þau eru orðin kynþroska. Þegar kynþroska er náð gengur urriðinn aftur upp og hrygnir í sömu á og hann klaktist út í sem seiði.

Urriði. Mynd: Cecile Chauvat

Urriði. Mynd: Cecile  Chauvat

Fæðuvefur í stöðuvatni