Skötuormur

Skötuormur

Skötuormur. Mynd: Wim van Egmond

Skötuormur er 3–4 cm langt krabbadýr sem lifir í vötnum og tjörnum á hálendinu. Hann er einær sem þýðir að hann lifir bara eitt sumar og drepst á haustin, en egg hans eru harðgerð og lifa veturinn af í botnseti. Skötuormurinn kraflar sig eftir botnleðjunni, rótar upp fæðunni og étur allt sem að kjafti kemur. Hann er mikilvæg fæða silungaSilungur er samheiti yfir urriða og bleikju. og endur eru sólgnar í hann. Stundum er skötuormur kallaður vatnalúða vegna þess að hann líkist flatfiskum.