Grunnvatnsmarflær
Grunnvatnsmarflær


Grunnvatnsmarflær lifa einungis í ósöltu grunnvatni og eru að því leyti ólíkar marflóm í sjávarfjöruborði þó „mar-“ í nafni þeirra vísi til sjávar. Þær eru lítil krabbadýr og íslensku tegundirnar sem hér finnast eru einlendar, þær finnast bara á Íslandi. Það var í raun ekkert vitað um þessar tegundir fyrr en um síðustu aldamót þegar þær fundust í uppsprettu við Þingvallavatn. Rannsóknir á erfðum nýju lífveranna í Þingvallavatni sýna að þær hafa lifað af ísaldir við gosbeltin undir jökli.
Grunnvatnsmarflærnar tilheyra yfirætt en fundist hafa tvær tegundir þeirra á Íslandi, Þingvallamarfló og Íslandsmarfló. Báðar tegundirnar eru með langa fálmara sem þær nýta til að skynja umhverfi sitt og við ætisleit. Grunnvatnsmarflærnar eru vel aðlagaðar að lífi neðanjarðar. Þær eru alveg hvítar, jafnvel glærar og blindar og koma sjaldnast upp á yfirborðið heldur þreifa sig áfram í myrkrinu neðanjarðar.


