Vatnabobbi

Vatnabobbi

Vatnabobbi. Mynd: Wim van Egmond

Vatnabobbi er meðal algengustu vatnadýra á Íslandi. Hann er sniglategund með kuðung sem yfirleitt er ljós eða brúnn að lit. Vatnabobbinn er mikilvæg fæða annarra dýra í ferskvatni, en sjálfur lifir hann á þörungum sem hann skrapar af steinum og plöntum í vatninu með svokallaðri skráptunguLíffæri áþekkt tungu með örlitlum tönnum sem lindýr (öll nema samlokur) hafa til að skrapa upp og rífa í sig fæðu.. Þó að vatnabobbinn lifi allt sitt líf í vatni þarf hann að komast upp að yfirborði vatnsins til að anda því hann er ekki með tálknTálkn eru öndunarfæri vatnadýra. Sambærileg við lungu landdýra..

Vatnabobbi finnst víðsvegar um heiminn og er með mjög mikla aðlögunarhæfni. Á Íslandi hefur hann fundist í heitum lindum sem eru allt að 35 °C.  Önnur tegund vatnasnigla sem einnig finnst hér á landi er tjarnabobbi en hann er minni en vatnabobbinn sem getur verið allt að 22 mm á hæð.

Vatnabobbar. Mynd: Wim van Egmond

Vatnabobbar á beit. Mynd: Wim van Egmond

Fæðuvefur í stöðuvatni