Líf í fersku vatni

Allt líf á Jörðinni þarf vatn til að dafna, hvort sem er saltan sjó eða ferskt ósalt vatn. Á Íslandi finnum við gríðarmikið ferskvatn í ám, stöðuvötnum, jöklum og grunnvatni undir fótum okkar. Í öllu þessu vatni úir og grúir af lífverum. Stærstur hluti lífríkis í fersku vatni lifir í ám og stöðuvötnum en jafnvel jöklarnir okkar eru heimkynni örsmárra frumdýra, hverirnir hýsa bakteríur og í grunnvatni lifa hvítar grunnvatnsmarflær.

Hér má fræðast um líf í fersku vatni, búsvæði margs konar lífvera, ferskvatnsfiska, pöddur og grunnvatnsmarflær svo nokkuð sé nefnt.

Veldu náttúrufræðslu!

Veldu náttúruleit!