Hvítlaukur spírar
Hvítlaukur spírar
Markmið og tilgangur
Að fylgjast með því hvernig hvítlaukur myndar rætur og laufblöð.
- Árstíð: Allt árið
- Aldur 5+

Hvítlaukur spírar

Markmið og tilgangur
Að fylgjast með því hvernig hvítlaukur myndar rætur og laufblöð.
- Árstíð Allt árið
- Aldur 5+
Við þurfum
- Hvítlauk
- Bómull
- Litla krukku
- Vatn

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Krukka eða skál, bómull, hvítlaukur og vatn
Framkvæmd
- Takið hvítlaukinn og skiptið honum í hvítlauksrif.
- Setjið blauta bómull í botn krukkunnar.
- Komið einu hvítlauksrifi ofan í krukkuna með breiðari endann niður í bómullina.
- Setjið krukkuna út í glugga, vökvið reglulega þannig að rifið rétt snerti vatnsborðið.
- Fylgist með hvað gerist næstu fjórar vikurnar.

Hvert hvítlauksrif er lagt ofan á bómullina í skálinni með breiðari endann niður

Hvítlauskrifin eru vökvuð reglulega
Hvað gerist?
Þegar hvítlaukur kemst í snertingu við vatn byrjar hann að mynda rætur sem vaxa niður í bómullina. Fljótlega vex stöngull sem leitar upp í birtuna og á stönglinum sitja laufblöðin. Eitt stakt rif verður þannig að nýrri plöntu.

Hvert rif myndar stöngul sem leitar upp í birtuna og rætur sem vaxa niður
Vissir þú?
- Til eru afbrigði af hvítlauk sem ekki mynda rif.
- Að rækta hvítlauk með hvítlauksrifjum er í rauninni fjölgun án þess að nota fræ.
- Að blöðin á hvítlauk eru æt en þau má nota í salöt.
- Gamalt nafn á hvítlauk er geirlaukur því að hann skiptist í rif eða geira.
Orðalisti:
- Rif – Einn hvítlaukur skiptist í mörg rif en hvert rif getur orðið að nýjum einstaklingi.
Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði ásamt því að kynna fyrir nemendum ferla og hringrásir í náttúrunni.
Þessi tilraun styður enn fremur við hæfniviðmið um verklag, nánar tiltekið vinnubrögð og færni í náttúrufræði við lok 4. bekkjar.
Námsbækur sem fjalla um viðfangsefni tilraunarinnar á yngsta stigi grunnskóla er t.d. Komdu og skoðaðu umhverfið (bls. 14) eftir Sigrúnu Helgadóttur, Lifandi náttúra, líffjölbreytileiki á tækniöld, ritstjóri Andri Már Sigurðsson og Náttúran allan ársins hring eftir Sólrúnu Harðardóttur.
Þessa tilraun er tilvalið að gera samhliða tilrauninni Karsi i krukku og fá nemendur til að velta fyrir sér muninum á fjölgun með fræi og vaxtaræxlun.
Efnisorð: Náttúrufræði, líffræði, plöntur, rætur, laufblöð, vaxtaræxlun.

Efni og áhöld sem við þurfum í tilraunina: Krukka eða skál, bómull, hvítlaukur og vatn

Hvert hvítlauksrif er lagt ofan á bómullina í skálinni með breiðari endann niður

Hvert rif myndar stöngul sem leitar upp í birtuna og rætur sem vaxa niður