Heimagert eldgos

Heimagert eldgos

Markmið og tilgangur

Að líkja eftir eldgosi með því að blanda efnum saman og káta þau gjósa upp úr lítilli flösku.

  • Árstíð Allt árið
  • Aldur 5+

Markmið og tilgangur

Að líkja eftir eldgosi með því að blanda efnum saman og káta þau gjósa upp úr lítilli flösku.

  • Árstíð Allt árið
  • Aldur 5+

Um eldgos

Ísland er eldfjallaeyja, hér eru mörg virk eldfjöll. Að meðaltali verða hér eldgos á 3-5 ára fresti. Frægustu eldfjöllin eru Hekla, Katla og Grímsvötn, sem gjósa oft stórum eldgosum.

Við þurfum  

  • Uppþvottalög – 1 matskeið
  • Kalt vatn – 50 ml
  • Edik – 100 ml
  • Matarsóda – hálfan bolla
  • Tvær könnur (sem þægilegt er að hella úr)
  • Hálfs lítra plastflösku
  • Bolla
  • Matarlit að eigin vali (mælum með rauðum eða gulum eins og glóandi kvika)

Framkvæmd

  • Settu uppþvottalög, vatn, edik og matarlit saman í aðra könnuna.
  • Settu hálfan bolla af matarsóda í hina könnuna.
  • Settu örlítið af vatni út í matarsódann og hrærið vel saman svo úr verði seigfljótandi blanda sem er þó hægt að hella úr könnunni.
  • Helltu matarsódablöndunni fyrst ofan í plastflöskuna.
  • Þegar þú ert tilbúin/n að láta gjósa hellir þú blöndunni með uppþvottaleginum ofan í plastflöskuna. Mælt er með því að plastflaskan sé höfð á góðum stað, t.d. í baðkari, utandyra eða í stórum bala/formi svo efnin flæði ekki út um allt.
  • Horfðu á efnin flæða upp úr flöskunni eins og kvika flæðir upp úr eldgíg. 
 

Hvað gerist?

Í þessari tilraun blöndum við saman matarsóda og ediki. Við blöndunina verður efnahvarf og gastegundin koldíoxíð myndast. Gasið tekur meira pláss en flaskan rúmar og því gjósa efnin upp úr henni.

Vissir þú?
  • Vissir þú að koldíoxíð er sett út í vökva til þess að búa til gosdrykki?
  • Það hafa orðið um 40 eldgos á Íslandi síðan árið 1900.

Orðalisti:

  • Efnahvarf er þegar tvö efni blandast saman og mynda nýtt efni.
  • Koldíoxíð er gastegund sem kemur til dæmis upp í eldgosum og þegar við öndum frá okkur.
  • Seigfljótandi blanda er þykkur vökvi.
  • Kvika er gríðarlega heitt bráðið berg ofan í jörðinni, sem kemur stundum upp í eldgosum.
  • Eldgígur er þar sem op myndast í eldgosi en upp um það kemur brennandi heit kvika. Þegar gosið klárast lokast opið í eldgígnum.
  • Þessi tilraun ýtir undir forvitni og hvetur til rannsóknar og könnunar fyrir börn í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla og gefur nemendum tækifæri til að efla orðaforða sinn á sviði náttúrufræði.
  • Námsbækur sem fjalla um viðfangsefni tilraunarinnar á yngsta stigi grunnskóla er t.d. Komdu og skoðaðu eldgos eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Á miðstigi er það t.d. bókin Auðvitað, Jörð í alheimi eftir Helga Grímsson.
  • Efnisorð: Náttúrufræði, jarðfræði, kvika, möttull